SlideShare uma empresa Scribd logo
1 de 2
Fjárfestingar ömmu minnar
mixa.blog.is 20.5.2010 | 14:38
Amma mín átti sparnað fyrir löngu síðan sem hafði verið í ágætri stýringu hjá Landsbanka
Íslands. Fyrir rúmum 10 árum síðan spurði hún mig hvort ég vildi ekki stýra honum. Ég
samþykkti það, ánægður með að fá að sjá um sparifé hennar. Ég gerði strax nokkrar
breytingar á stefnu eignastýringarinnar.
Allir erlendir hlutabréfasjóðir voru seldir en ég breytti engu varðandi örugga hluta
verðbréfasafnsins, enda ávöxtunarkrafa á tryggum íslenskum skuldabréfum og innstæðum á
þeim tíma afar há. Hún var raunar svo há að ljóst var í mínum huga að hún gæti ekki með
nokkru móti haldist til lengri tíma.
Verðbréfasafnið var með öðrum orðum nánast einungis bundið í innlendum eignum sem
taldar voru eins öruggar og hægt var að hugsa sér. Stýringin fólst aðallega í kaupum og sölum
verðbréfa í útboðum, ég fjárfesti örlítið í erlendum hlutabréfum eftir að gengi þeirra hafði
fallið mikið 2000-2003 (og krónan sterk) og fjárfesti í 3 hlutbréfum. Þetta voru ekki háar
upphæðir en skiptu miklu máli. Innlendu hlutabréfin voru:
Húsasmiðjan - Keypt voru bréf á genginu 19, það féll aðeins en síðan var fyrirtækið tekið yfir
á sama gengi – tap nam því fjármagnskostnaði í nokkra mánuði.
Actavis - Ég keypti hlutabréf í Actavis 2001. Gengið var 7,6 (hér miða ég við fjölda bréfa
áður en jöfnun átti sér stað). Að mínu mati var fyrirtækið gróflega vanmetið í ljósi einfaldrar
ávöxtunarkröfu sem fólst í gengi bréfanna og vaxtatækifæri fyrirtækisins. Árið 2004 seldi ég
2/5 af bréfunum á genginu 40 og setti í örugga ávöxtun. Þremur árum síðar var fyrirtækið
síðan tekið yfir á genginu 90. Á þeim tímapunkti, 6 árum síðar, var virði innleysts hagnaðar
samtals u.þ.b. 10 faldur af upphaflegri fjárfestingu.
Össur - Árin 2001 og 2002 keypti ég bréf í Össuri á meðalgenginu 42. Bréfin hafa ekki verið
seld. Eftir að hafa meira en 4 faldast í verði er ég farinn að hallast að því að minnka eigi þá
stöðu. Ávallt skal hafa í huga sannindi sem oft er sagt um hlutabréf (hef þetta á ensku, þýðing
gæti bjagast): Never fall in love with your stocks because one thing is certain; they will never
fall in love with you. (Viðbót 13.9.2010 – bréf seld í dag á genginu 216)
Þetta eru reyndar einu hlutabréfin enn skráð á íslenskum hlutabréfamarkaði sem ekki hafa
orðið meira og minna verðlaus síðasta áratuginn.
Ávöxtun og samanburður við aðra lífeyrissjóði
Lauslegur útreikningur minn gefur til kynna að raunávöxtun síðasta áratugar hafi árlega verið
um 6,1% af safninu. Séu tölur fáanlegar hjá FME notaðar sést að árleg raunávöxtun
lífeyrissjóða 1999-2008 var um 3% á tímabilinu. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) var meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðasta áratugar
(2000-2009) 0,8%.
Þessar tölur skipta verulega miklu máli. Ef maður miðar við raunvirði þá er þúsund kall
lagður í lífeyri fyrir 10 árum síðan hjá lífeyrissjóðum kominn í um 1.345 krónur, hjá LSR
(betra samanburðartímabil) væri þúsund kallinn orðinn um 1.083. Með sömu ávöxtun í
“lífeyri ömmu minnar” væri upphæðin í kringum 1.808. Ávöxtun fjármagnsins væri h.u.b.
tífalt hærri á einum áratug, eignin meira en helmingi hærri. Þessi samanburður er vitanlega
ekki alveg sanngjarn, en frekari umræða um slíkt er tilefni í aðra grein.
6,1% raunávöxtun á tímabilinu er ekki alveg svo ótrúleg. Í upphafi tímabilsins var
ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa á bilinu 5-6% (lífeyrissjóðir voru með h.u.b. 60% eigna
sinna í verðtryggðum fjárfestingum í upphafi áratugarins). Raunvextir óverðtryggðra innlána
voru einnig afar háir síðasta áratug, sérstaklega frá því að bankar fóru inn á íbúðalánamarkað
og fram að hruni. Með stærsta hluta safnsins í slíkum fjárfestingum og ævintýralegan hagnað
af hlutabréfum náðist þessi ávöxtun.
Því má við bæta að slík ávöxtun er til lengri tíma óraunhæf fyrir einstaklinga. Lærdómurinn
af þessu er:
1.Hafðu mestan hluta fjárfestinga þinna í öruggum verðbréfum. Almenn skoðun um að
meira óöryggi í fjárfestingum (sveiflum í virði) skili sér í betri ávöxtun til lengri tíma
er í besta falli ónákvæm. Warren Buffett segir að verðið er það sem þú borgar, virði er
hins vegar það sem þú færð.
2.Ekki hafa of mörg egg í körfunni, en fylgstu þeim mun betur með þeim.
Amma dó í lok síðasta árs. Hún vissi aldrei hver ávöxtunin var og skipti sér aldrei af
fjárfestingarstefnunni. Það eina sem hún vissi var að peningur hennar var í öruggum höndum
hjá sonarsyni sínum. Allir sem hafa unnið við eignastýringu til lengri tíma vita að slíkt veitir
þeim einnig meira frelsi við að ávaxta fé jafnt og þétt í stað þess að eltast við tískubólur hvers
tíma. Þrýstingur á að fylgja tískubólum hverju sinni leiðir oft til slakra ákvarðanataka, jafnvel
hjá reyndum aðilum.

Mais conteúdo relacionado

Mais de Mar Wolfgang Mixa

The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 
20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tidMar Wolfgang Mixa
 
20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty greenMar Wolfgang Mixa
 
20100525 oraunhaefir raunvextir
20100525 oraunhaefir raunvextir20100525 oraunhaefir raunvextir
20100525 oraunhaefir raunvextirMar Wolfgang Mixa
 
20031211 hlutabref & eignastyring
20031211 hlutabref & eignastyring20031211 hlutabref & eignastyring
20031211 hlutabref & eignastyringMar Wolfgang Mixa
 

Mais de Mar Wolfgang Mixa (20)

The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 
20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid20070201 bradum kemur betri tid
20070201 bradum kemur betri tid
 
20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green20060629 nornin a wall street hetty green
20060629 nornin a wall street hetty green
 
20100525 oraunhaefir raunvextir
20100525 oraunhaefir raunvextir20100525 oraunhaefir raunvextir
20100525 oraunhaefir raunvextir
 
20100430 bjolluhljomar or
20100430 bjolluhljomar or20100430 bjolluhljomar or
20100430 bjolluhljomar or
 
20040617 haettumork
20040617 haettumork20040617 haettumork
20040617 haettumork
 
20031211 hlutabref & eignastyring
20031211 hlutabref & eignastyring20031211 hlutabref & eignastyring
20031211 hlutabref & eignastyring
 

20100520 fjárfestingar ömmu minnar

  • 1. Fjárfestingar ömmu minnar mixa.blog.is 20.5.2010 | 14:38 Amma mín átti sparnað fyrir löngu síðan sem hafði verið í ágætri stýringu hjá Landsbanka Íslands. Fyrir rúmum 10 árum síðan spurði hún mig hvort ég vildi ekki stýra honum. Ég samþykkti það, ánægður með að fá að sjá um sparifé hennar. Ég gerði strax nokkrar breytingar á stefnu eignastýringarinnar. Allir erlendir hlutabréfasjóðir voru seldir en ég breytti engu varðandi örugga hluta verðbréfasafnsins, enda ávöxtunarkrafa á tryggum íslenskum skuldabréfum og innstæðum á þeim tíma afar há. Hún var raunar svo há að ljóst var í mínum huga að hún gæti ekki með nokkru móti haldist til lengri tíma. Verðbréfasafnið var með öðrum orðum nánast einungis bundið í innlendum eignum sem taldar voru eins öruggar og hægt var að hugsa sér. Stýringin fólst aðallega í kaupum og sölum verðbréfa í útboðum, ég fjárfesti örlítið í erlendum hlutabréfum eftir að gengi þeirra hafði fallið mikið 2000-2003 (og krónan sterk) og fjárfesti í 3 hlutbréfum. Þetta voru ekki háar upphæðir en skiptu miklu máli. Innlendu hlutabréfin voru: Húsasmiðjan - Keypt voru bréf á genginu 19, það féll aðeins en síðan var fyrirtækið tekið yfir á sama gengi – tap nam því fjármagnskostnaði í nokkra mánuði. Actavis - Ég keypti hlutabréf í Actavis 2001. Gengið var 7,6 (hér miða ég við fjölda bréfa áður en jöfnun átti sér stað). Að mínu mati var fyrirtækið gróflega vanmetið í ljósi einfaldrar ávöxtunarkröfu sem fólst í gengi bréfanna og vaxtatækifæri fyrirtækisins. Árið 2004 seldi ég 2/5 af bréfunum á genginu 40 og setti í örugga ávöxtun. Þremur árum síðar var fyrirtækið síðan tekið yfir á genginu 90. Á þeim tímapunkti, 6 árum síðar, var virði innleysts hagnaðar samtals u.þ.b. 10 faldur af upphaflegri fjárfestingu. Össur - Árin 2001 og 2002 keypti ég bréf í Össuri á meðalgenginu 42. Bréfin hafa ekki verið seld. Eftir að hafa meira en 4 faldast í verði er ég farinn að hallast að því að minnka eigi þá stöðu. Ávallt skal hafa í huga sannindi sem oft er sagt um hlutabréf (hef þetta á ensku, þýðing gæti bjagast): Never fall in love with your stocks because one thing is certain; they will never fall in love with you. (Viðbót 13.9.2010 – bréf seld í dag á genginu 216) Þetta eru reyndar einu hlutabréfin enn skráð á íslenskum hlutabréfamarkaði sem ekki hafa orðið meira og minna verðlaus síðasta áratuginn. Ávöxtun og samanburður við aðra lífeyrissjóði Lauslegur útreikningur minn gefur til kynna að raunávöxtun síðasta áratugar hafi árlega verið um 6,1% af safninu. Séu tölur fáanlegar hjá FME notaðar sést að árleg raunávöxtun lífeyrissjóða 1999-2008 var um 3% á tímabilinu. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) var meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðasta áratugar (2000-2009) 0,8%. Þessar tölur skipta verulega miklu máli. Ef maður miðar við raunvirði þá er þúsund kall lagður í lífeyri fyrir 10 árum síðan hjá lífeyrissjóðum kominn í um 1.345 krónur, hjá LSR (betra samanburðartímabil) væri þúsund kallinn orðinn um 1.083. Með sömu ávöxtun í
  • 2. “lífeyri ömmu minnar” væri upphæðin í kringum 1.808. Ávöxtun fjármagnsins væri h.u.b. tífalt hærri á einum áratug, eignin meira en helmingi hærri. Þessi samanburður er vitanlega ekki alveg sanngjarn, en frekari umræða um slíkt er tilefni í aðra grein. 6,1% raunávöxtun á tímabilinu er ekki alveg svo ótrúleg. Í upphafi tímabilsins var ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa á bilinu 5-6% (lífeyrissjóðir voru með h.u.b. 60% eigna sinna í verðtryggðum fjárfestingum í upphafi áratugarins). Raunvextir óverðtryggðra innlána voru einnig afar háir síðasta áratug, sérstaklega frá því að bankar fóru inn á íbúðalánamarkað og fram að hruni. Með stærsta hluta safnsins í slíkum fjárfestingum og ævintýralegan hagnað af hlutabréfum náðist þessi ávöxtun. Því má við bæta að slík ávöxtun er til lengri tíma óraunhæf fyrir einstaklinga. Lærdómurinn af þessu er: 1.Hafðu mestan hluta fjárfestinga þinna í öruggum verðbréfum. Almenn skoðun um að meira óöryggi í fjárfestingum (sveiflum í virði) skili sér í betri ávöxtun til lengri tíma er í besta falli ónákvæm. Warren Buffett segir að verðið er það sem þú borgar, virði er hins vegar það sem þú færð. 2.Ekki hafa of mörg egg í körfunni, en fylgstu þeim mun betur með þeim. Amma dó í lok síðasta árs. Hún vissi aldrei hver ávöxtunin var og skipti sér aldrei af fjárfestingarstefnunni. Það eina sem hún vissi var að peningur hennar var í öruggum höndum hjá sonarsyni sínum. Allir sem hafa unnið við eignastýringu til lengri tíma vita að slíkt veitir þeim einnig meira frelsi við að ávaxta fé jafnt og þétt í stað þess að eltast við tískubólur hvers tíma. Þrýstingur á að fylgja tískubólum hverju sinni leiðir oft til slakra ákvarðanataka, jafnvel hjá reyndum aðilum.