Námskeið inni í námskeiði. „Fyrst fannst mér skrýtið að vera að taka svona MOOC-námskeið sem hluta af öðru námskeiði en svo var það bara mjög gott“ Erindi á Menntakviku, rafrænni ráðstefnu í Menntavísindum á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, 1.-2. október 2020. https://menntakvika.hi.is Í þessu erindi segi ég frá hvað nemendum í tveimur námskeiðum, í Upplýsingafræði á Félagsvísindasviði HÍ fannst um að taka MOOC námskeið hjá edX og Udemy, inni í HÍ-námskeiðum og fá þau hlutfallslega metin til námsmats út frá vinnuframlagi þeirra. Upptaka með erindinu: https://youtu.be/yfathqMxkOo