Anúncio

Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið

Kennari em University of Iceland
23 de Feb de 2021
Anúncio

Mais conteúdo relacionado

Similar a Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið(20)

Mais de University of Iceland(20)

Anúncio

Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið

 1. Byrjun Internetsins Byrjun Internetsins Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið Sigurbjörg Jóhannesdóttir CC BY-SA 4.0 á texta Starfsdagur Fjölbreytarskólans í Garðabæ - 14. ágúst 2020
 2. Opnaðu í vafra https://menti.com Settu inn númerið: 81 16 53 2
 3. This Photo by Unknown Author is licensed under CC BY-NC-ND Hverju þurfum við að huga að þegar við erum að gera kennsluna okkar rafræna/færa hana yfir í fjarnám?
 4. Hæfniviðmið dagsins í dag • Geta rætt við samkennara um hvaða atriði skipta máli þegar er verið að breyta staðnámskeiði í fjarnámskeið. • Geta útskýrt hönnunarhugtök til að aðstoða við að gera námskeiðið að góðu fjarnámskeiði. • Hafa getu til að velja rafræn verkfæri til að miðla námsefni og stuðla að árangursríkum rafrænum samskiptum við nemendur og á milli nemenda.
 5. Hvaða fjarkennslureynslu ertu með? Óháð því ástandi sem skapaðist í vor í Covid-19, hvað lengi hefur þú kennt fjarkennslu? 1. Enga (fyrir utan það sem ég gerði í Cóvid í vor) 2. Minna en 2 ár 3. Meira en 2 ár Opnaðu í vafra https://menti.com Settu inn númerið: 81 16 53 2
 6. Hefur þú tekið námskeið í fjarnámi sem nemandi? 1. Ég hef aldrei tekið námskeið í fjarnámi 2. Ég hef tekið eitt námskeið 3. Ég hef tekið fleiri en eitt námskeið 4. Ég hef tekið heila námsbraut í fjarnámi
 7. Lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar maður breytir námskeiðinu sínu í fjarnám
 8. Við erum ólík • Kennarar • Nemendur • Mikil / lítil / engin reynsla af fjarnámi • Öryggi / óöryggi gagnvart notkun rafrænna verkfæra
 9. Ólíkar þarfir áfanga Bóklegt Verklegt
 10. Hvernig hlutverk þitt getur og ætti að breytast • Verður meira leiðbeinandi en kennari • Fjarnám getur og ætti að breyta því hvernig þú skipuleggur kennsluna • Kennslufræði fjarnáms! • Kennsluefnið sjálft tekur breytingum og hvernig þú kemur því til nemenda • Námsumsjónarkerfið skiptir hér miklu máli • Þarft að nýta rafræn verkfæri í meira mæli
 11. Rafrænu verkfærin!
 12. Ákvarðanir um nám og kennslu eiga alltaf að taka mið af námsþörfum nemenda en ekki rafrænu verkfærunum. • Fyrst þarf að vera búinn að skipuleggja áfangann • Í framhaldi af því þarf að finna réttu verkfærin • Á hvaða formi á námsefnið að vera? • Hvaða verkfæri henta innihaldinu? • Hvernig kemur maður efninu til nemenda? • Hvernig er hægt að ýta undir tengsl / myndun rafræns námssamfélags? • Hvernig skila nemendur af sér? Setjum okkur í spor nemenda.... horfum á kennsluáætlunina, uppsetninguna í Innu, námsefnið, verkefnin, endurgjöfina og hvernig við miðlum efninu og hvaða kröfur við gerum til nemenda! Spyrjum nemendur, virkjum þau í að taka ákvarðanir, verum sveigjanleg, gerum breytingar en þegar við gerum þær, þarf að tilkynna um þær og vekja athygli á þeim.
 13. The Digital Skills metro map https://www.allaboardhe.ie/map/ Grá – Verkfæri og tækni Blá – Nám og kennsla Fjólublá – Finndu og notaðu Gul – Sköpun og nýtt Svört – identity & Wellbeing Appelsínugul – Samskipti og samstarf
 14. Verkfærin • Upptökur – mynd + hljóð • Upptökur - hljóð • Umræður (í skrifuðum texta, hljóðskjölum) • Rauntímaumræður
 15. Hvernig þú getur verið þar og verið sýnileg(ur) • Tilkynningar • Upptökur • Rauntímasamskipti á Netinu (mynd og tal) • Umræður/spjall í námsumsjónarkerfi eða samfélagsmiðli • Endurgjöf á vinnu nemenda
 16. Skipulag námskeiðsefnis í Innu • Leiðarkerfið. Hvað miklu ráðum við í Innu? • Möppustrúktúr. • Hvað þarf að smella oft með músinni áður en maður finnur efnið? • Miðaðu skipulagið við efnið (þemu) frekar en kafla. • Mismunandi hvort er betra að huga skipulagið út frá efni eða vikum. Best er ef hægt er að sameina það að einhverju leyti. • Gerðu notendaprófun þegar þú ert búin(n) að setja námskeiðið upp í námsumsjónarkerfinu. Biddu einhvern utanaðkomandi aðila um að leysa nokkur verkefni, að finna efni X eða efni Z.
 17. • Hljóðvörp • Glærur • Vefsíður / Öpp (t.d. tungumálaöpp) • Umræður / Spjall • Verkefni • Spurningar / Próf / Quiz • Lesefni Tegund námsefnis
 18. Merkimiðar Heiti á því sem er sett inn í námsumsjónarkerfið • Gott að ákveða nokkra flokka og nota, sbr. • Próf, Spurningar, ... • Ritgerð, blogg, endurspegla, .. • Verkefni, myndband, hlaðvarp, forritun, .. • Kynning • Lestur, grein, bók • Upptaka, Myndband,
 19. Lesa Horfa á YouTube myndband Horfa á fyrirlestur kennara Hala niður efni Verkefni Umræða til námsmats Spurt og svarað Spjall í rauntíma Tengill á vefefni
 20. Ertu með einhverjar upplýsingar um þá aðstoð sem er að fá? • Tengill á þá aðstoð sem er að fá í skólanum, t.d. vegna upplýsingatækninnar (Innu) • Upplýsingar um þjónustu / stuðning á skrifstofu eða annað slíkt. Náms- og starfsráðgjafa t.d. • Netfangið þitt (eða upplýsingar um hvar geta sent prívat póst á þig. Ef notið samfélagsmiðil, t.d. Slack þá er hægt að senda beinan póst þar til kennara. • Tengill á fræðsluefni fyrir Innu • Tengill á fræðsluefni fyrir Turnitin (bara til efni fyrir skil í gegnum Turnitin.com, ekki Innu).
 21. Skiladagar ...... • Setja inn skiladaga verkefna, prófa og slíkt bæði í kennsluáætlun/tímaáætlun og í Innu. • Hafa í tímaplani hvenær þú ætlar að skila endurgjöf til nemenda eða láta koma skýrt fram í kennsluáætlun. T.d. að endurgjöf verkefna komi alltaf til nemenda í síðasta lagi einni viku eftir skil... hámark 2 vikur. • Mestu áhrifin eru ef hægt er að skila endurgjöf innan 2ja daga frá skilum
 22. Hvernig nemendur byrja námskeiðið • Kennsluáætlun • Tímaáætlun • Upplýsingar um kennara • Æskilegt að kennari búi til stutta upptöku þar sem hann segir frá sjálfum sér • Hvernig á að byrja / Hvað á að gera næst
 23. Styttum langar vefslóðir og notum QR kóða • Hægt er að fá styttri vefslóð sem vísar í þá lengri á vefsíðunum https://goo.gl/ og https://bitly.com/ • Með því að skanna QR kóða með forritum á snjalltækjum, til dæmis QR reader, eða með myndvélinni í iOS snjalltækjum, komumst við beint inn á vefsíðurnar. • QR kóða er til dæmis hægt að búa til á vefslóðinni: http://www.qr- code-generator.com/
 24. Notið fjölbreytt námsmat • Hafið eitthvað val einhverntímann um á hvaða formi mega skila • skrif • video • hljóðvarp • vefsíða • plaggat • bæklingur • samfélagsmiðill .... Instagram, Tik Tok .... • teiknimynd ... • leikrit / leikin mynd ... • ráðstefna Spyrjið nemendur .... þeir þekkja miðla, form og leiðir til skila sem við sem kennarar vitum ekki um ....
 25. Tengið námsmatið við hæfniviðmiðin Hvaða hæfniviðmið/ (þekking – leikni- hæfni) eru ... tengið námsmatið við... Dæmi: • Hæfniviðmið: • Við lok námskeiðs ættu nemendur að geta sagt í stuttu máli frá þróun Internetsins og veraldarvefsins. • Námsmat: • Einstaklingsverkefni. Spjall á umræðuþráð (val um talað mál eða skrifaðan texta) • Hópverkefni, 3-5 nemendur (sem mynda stuðningshóp) undirbúa spjall þar sem þeir ræða þróun Internetsins og veraldarvefsins. Nota sérumræðuþráð til þess (hægt að búa til prívat spjallrásir fyrir hópa t.d. í Slack). Val um: 1. Spjall í gegnum Zoom. Upptaka sett á YouTube, ...... 2. Hljóðvarp. Upptaka sett á Soundcloud, Google podcast eða Spotify ... 3. Leikinn þáttur um þróunina.... 4. Hannað veggspjald í stærð A1 og kynnt stuttlega í hljóðupptöku (pdf-i skilað)
 26. Skrifleg verkefni og endurgjöf á þau • Látið nemendur skila skriflegum verkefnum í Turnitin Feedback Studio skilahólf • Getið virkjað Turnitin viðbótina inni í Innu í skilahólfi þar • Ritskimun (þekki ekki hvort Inna leyfi að nota endurgjöfina og jafningjamatið í Feedback Studio eða ekki) • Getið látið nemendur skila í gegnum vefsvæði Turnitin.com • Ritskimun, endurgjöf, jafningjamat • Hægt að láta nemendur skila verkefnum í Teams ef að skólinn sækir um að fá þann aðgang fyrir Turnitin Feedback Studio. • Ritskimun (ekki hægt að nota endurgjafaverkfærin eða jafningjamatið) • Nýtið endurgjafaverkfærin í Turnitin Feedback Studio • Matskvarðar (matsgrindur og matslistar) • Hraðumsagnir • Bólur • Yfirstrikun • Texti • Heildarumsögn sem texti eða talað mál í hámark 3 mínútur
 27. Sjö hlutir til að huga að áður en þú býrð til fjarnámskeiðið þitt! • Seven Things to Consider Before Developing Your Online Course • https://www.facultyfocus.com/articles/online-education/seven- things-to-consider-before-developing-your-online-course/
 28. Synchronous Strategies for the “New Normal” https://www.facultyfocus.com/articles/online-education/synchronous-strategies-for-the-new-normal/
Anúncio